
Nordic Day 2025: Íslenska
Practice speaking Icelandic online with fellow Nordics in the spirit of Nordic Day 2025!
Beskrivning av tjänsten
Information in English can be found further below. Hei/Hej/Hæ/Hey/Aluu/Bures! Taktu þátt í að leiða saman Norðurlandabúa á norræna deginum sunnudaginn 23. mars 2025! Í ár fögnum við með sýndar-tungumálakaffihúsi á íslensku — skemmtileg og afslappandi leið til að æfa tungumálið með öðrum Norðurlandabúum á netinu. Á tungumálakaffihúsinu verður þú sett/ur í lítinn hóp ásamt íslenskumælandi gestgjafa sem mun halda samtalinu fljótandi og skemmtilegu. Engin sérstök færni nauðsynleg - komdu bara eins og þú ert! Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin/n þá er þetta tækifæri þitt til að tala, læra meira um aðra menningu og kynnast áhugaverðu fólki víðsvegar að frá Norðurlöndunum. Þú gætir líka deilt eftirminnilegustu upplifunum þínum frá Íslandi, eða einhverju sem þú vilt ennþá upplifa þar! Tungumálakaffihúsið er gjaldfrjálst og stendur yfir í eina klukkustund í senn. Við erum að skipuleggja tvo fundi: Fyrsta tungumála kaffihúsið: 14:00–15:00 (EET) Annað tungumála kaffihúsið: 15:15–16:15 (EET) In English Join us in bringing the Nordics together during Nordic Day on Sunday, March 23, 2025! This year, we're celebrating with virtual language cafés in Icelandic—a fun and relaxed way to practice the language with fellow Nordics online. At the language café, you will be placed in a small group along with a Icelandic-speaking host who will keep the conversation flowing and fun. No fluent skills needed—just come as you are! Whether you're a beginner or more advanced, this is your chance to speak, learn more about another culture, and meet interesting people from around the Nordics. You may also share your most memorable experiences from Iceland, or something that you'd still like to experience there! The language cafés are free of charge, and last one hour each. We are organizing two sessions: First language café: 14:00–15:00 (EET) Second language café: 15:15–16:15 (EET) When you sign up, you will receive an email with a Zoom link to the virtual language café. The event is made possible by: Articulatte: www.articulatte.live Föreningen Norden: www.norden.se Nordens institut på Åland: https://nipa.ax Nordiska ministerrådet: www.norden.org/sv/nordiska-ministerradet Nordisk kulturkontakt: www.nkk.org Norðurlandahúsið í Føroyum: www.nlh.fo Norræna húsið í Reykjavík: https://nordichouse.is Nunani Avannarlerni Piorsarsimassutsikkut Attaveqaat: https://napa.gl Språkambassadörerna: www.kielilahettilaat.fi Svenska kulturfonden: www.kulturfonden.fi


Kommande sessioner
Kontaktuppgifter
contact@articulatte.live